Sunday, August 31, 2008

Reykjavík shorts & docs: Cannes stuttmyndir

Til að þetta verði ekki of þurr upptalning ætla ég bara að skrifa um þær þrjár myndir sem mér þótti bestar á þessari sýningu.

Love you more
Virkilega skemmtileg mynd um pilt og stúlku sem finna hvort annað (að minnsta kosti kynferðislega) í gegnum sameiginlega hrifningu sýna af hinni stórgóðu hljómsveit Buzzcocks.
Mér fannst þessi mynd bæði vel gerð og vel leikin. Hún fangar á skemmtilegan og sannfærandi hátt þessa sveittu en fallegu stund í lífi þessa unga fólks.
Allt lúkkið á myndinni var mjög flott og greinilega mikið lagt upp úr smáatriðum sem mér finnst vera mikilvægt í mynd sem er ekki nema 15 mínútur. Svo var samtalið á milli afgreiðlsumannsins og stráksins tær snilld.

The loneliness of the short order cook
Þessi fannst mér ansi góð. Við fylgjumst með hinum einræna Shin sem er kokkur á japönskum djassbar í Los Angeles meðan hann reynir að fá dvalarleyfið sitt framlengt og ná til konunnar sem hann er ástfanginn af.
Maður öðlast mikla samúð með aðalpersónunni strax frá upphafi og sú eykst bara þegar líður á myndina. Landvistarleifið lætur bíða eftir sér og konan sem hann elskar talar ekki ensku og getur því átt mikil samskipti við hann. Myndin er nokkuð vel leikin og mjög flott í alla staði. Mér fannst mjög kúl hvernig útlitið og myndatakan ýtti undir einmanaleikatilfinninguna (langt orð). Myndin er líka fyndin á einlægan og frumlegan hátt. Í alla staði mjög fín stuttmynd.

The Next Floor
Þessi mynd er kannski ekkert sérstaklega innihaldsrík en hún bætir það upp með því að vera flottasta myndin sem ég sá þetta kvöld. Við fylgjumst með hópi af fólki sem situr prúðbúið við borð og treður í sig mat. Þetta er eins og einhverskonar átorgía. Fjöldi þjóna sér um að bera fram hvern réttinn á fætur öðrum (sem líta allir út eins og einhver innyflaviðbjóður). Það kemur að því að gólfið gefur sig og matgæðingarnir falla niður á næstu hæð þar sem rykið er dustað af þeim og svo heldur svllið áfram.
Virkilega flott mynd og bara nokkuð óhugnaleg á sinn hátt. Sérstaklega hvernig fólkið er sýnt meðan það étur. Sumir eru sýndir hratt svo að það skapast einhver ónotaleg stemming eins og fólkið sé að reyna að borða eins mikið og það getur áður en eitthvað gerist eða að það sé einfaldlega að reyna að drepa sig á áti.
Eflaust var einhver ádeila í þessari mynd en mér fannst það hreinlega vera aukaatriði. Þessi mynd er fyrst og fremst fyrir augað og er ansvíti góð sem slík.

2 comments:

birta said...

-"the cover's pink"
+"what shade?"
-".... like a tit"

tær snilld

Siggi Palli said...

Flott færsla. 6 stig.