Reykjavík-Rotterdam er nýjasta myndin frá Óskari Jónassyni. Hann leikstýrir og skrifar handritið ásamt Arnaldi Indriðasyni. Með helstu hlutverk fara Baltasar Kormákur, Ingvar E. Sigurðsson og Lilja Nótt Þórarinsdóttir svo einhverjir séu nefndir.
Myndin segir frá Kristófer sem er fyrrverandi smyglari sem hefur snúið við blaðinu og vinnur nú fyrir sér og fjölskyldu sinni sem næturvörður. Þau eiga þó varla fyrir salti í grautinn og þegar Skarphéðinn, gamall félagi Kristófers, býður honum að fara einn túr og smygla spíra frá Rotterdam til Reykjavíkur getur Kristófer varla sagt nei. Við fylgjumst með ferð hans til Hollands og til baka sem er vægast sagt viðburðarík og á meðan sjáum við hvernig Skarphéðinn vinnur að því að koma upp um Kristófer á meðan hann reynir að næla í konuna hans.
Þessi mynd kom mér skemmtilega á óvart og ég held að þetta sé ein besta íslenska mynd sem ég hef séð. Að minnsta kosti besta íslenska spennumyndin. Plottið er frábært, handritið er raunverulegt og sannfærandi og myndin er mjög vel leikin. Svo vel leikin að það er ómögulegt að finna einhvern sem stendur upp úr. Allir skila sínum hlutverkum mjög vel.
Það er spes tilfinning að horfa á spennumynd í bíó og sjá fólk aka um sömu göturnar og maður sjálfur gerði fyrr um daginn. Þetta var eitthvað sem ég fann meira fyrir í þessari mynd en flestum öðrum íslenskum myndum. Þessi sterka nálægð við raunveruleikan sem gerir viðfangsefnið ennþá áhugaverðara. Það er eitt það besta við þessa mynd. Hún er raunveruleg. Þetta er eitthvað sem gæti verið að gerast akkurat núna í næstu götu. Spennandi.
Það var gaman að sjá Baltasar Kormák fyrir framan myndavélina á nýjan leik enda frábær leikari þar á ferð. Uppáhalds persónan mín í þessari mynd var þó skítlegi handrukkarinn sem Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur af stakri snilld. Það var líka fyndi að sjá Ólaf sem leikstýrði Herranótt í fyrra í hlutverki gaursins á vídeóleigunni.
Reykjavík-Rotterdam er á heildina litið bara helvíti góð mynd. Hversu margar íslenskar myndir bjóða upp á skotbardaga við sérsveitarmenn og stolið Pollock málverk notað sem yfirbreiðslu? Ekki margar, en þessi gerir það og svo miklu meira.
Það var gaman á fá Óskar Jónasson í heimsókn. Hann er að mínu mati einn af okkar allra bestu á þessu sviði og hefur verið það síðan meistaraverkið Sódóma Reykjavík kom út árið 1992. Það var sérstaklega áhugavert að heyra hann tala um hvernig það var að skjóta í Rotterdam og hvernig allt er miklu beinskiptara þar. Það er líka gaman að vita hversu ótrúlega mikið ferli það er að gera mynd af þessari stærðargráðu. Handritið var skrifað 2001 en myndin kemur ekki út fyrr en 2008. Ótrúlegt hvað það að finna fjármagn fyrir þessum herlegheitum er stór partur af þessu. Hann talaði líka um hvernig það er að vinna í sjónvarpi og hvernig allt gerist miklu hraðra þar. Ég tel mig hafa lært slatta á þessari heimsókn og get því með góðri samvisku sagt að ég sé bara ansi sáttur. Góð mynd, góð heimsókn, þetta er allt saman voða gott.
Myndin segir frá Kristófer sem er fyrrverandi smyglari sem hefur snúið við blaðinu og vinnur nú fyrir sér og fjölskyldu sinni sem næturvörður. Þau eiga þó varla fyrir salti í grautinn og þegar Skarphéðinn, gamall félagi Kristófers, býður honum að fara einn túr og smygla spíra frá Rotterdam til Reykjavíkur getur Kristófer varla sagt nei. Við fylgjumst með ferð hans til Hollands og til baka sem er vægast sagt viðburðarík og á meðan sjáum við hvernig Skarphéðinn vinnur að því að koma upp um Kristófer á meðan hann reynir að næla í konuna hans.
Þessi mynd kom mér skemmtilega á óvart og ég held að þetta sé ein besta íslenska mynd sem ég hef séð. Að minnsta kosti besta íslenska spennumyndin. Plottið er frábært, handritið er raunverulegt og sannfærandi og myndin er mjög vel leikin. Svo vel leikin að það er ómögulegt að finna einhvern sem stendur upp úr. Allir skila sínum hlutverkum mjög vel.
Það er spes tilfinning að horfa á spennumynd í bíó og sjá fólk aka um sömu göturnar og maður sjálfur gerði fyrr um daginn. Þetta var eitthvað sem ég fann meira fyrir í þessari mynd en flestum öðrum íslenskum myndum. Þessi sterka nálægð við raunveruleikan sem gerir viðfangsefnið ennþá áhugaverðara. Það er eitt það besta við þessa mynd. Hún er raunveruleg. Þetta er eitthvað sem gæti verið að gerast akkurat núna í næstu götu. Spennandi.
Það var gaman að sjá Baltasar Kormák fyrir framan myndavélina á nýjan leik enda frábær leikari þar á ferð. Uppáhalds persónan mín í þessari mynd var þó skítlegi handrukkarinn sem Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur af stakri snilld. Það var líka fyndi að sjá Ólaf sem leikstýrði Herranótt í fyrra í hlutverki gaursins á vídeóleigunni.
Reykjavík-Rotterdam er á heildina litið bara helvíti góð mynd. Hversu margar íslenskar myndir bjóða upp á skotbardaga við sérsveitarmenn og stolið Pollock málverk notað sem yfirbreiðslu? Ekki margar, en þessi gerir það og svo miklu meira.
Það var gaman á fá Óskar Jónasson í heimsókn. Hann er að mínu mati einn af okkar allra bestu á þessu sviði og hefur verið það síðan meistaraverkið Sódóma Reykjavík kom út árið 1992. Það var sérstaklega áhugavert að heyra hann tala um hvernig það var að skjóta í Rotterdam og hvernig allt er miklu beinskiptara þar. Það er líka gaman að vita hversu ótrúlega mikið ferli það er að gera mynd af þessari stærðargráðu. Handritið var skrifað 2001 en myndin kemur ekki út fyrr en 2008. Ótrúlegt hvað það að finna fjármagn fyrir þessum herlegheitum er stór partur af þessu. Hann talaði líka um hvernig það er að vinna í sjónvarpi og hvernig allt gerist miklu hraðra þar. Ég tel mig hafa lært slatta á þessari heimsókn og get því með góðri samvisku sagt að ég sé bara ansi sáttur. Góð mynd, góð heimsókn, þetta er allt saman voða gott.