Tuesday, September 30, 2008

TOPP 10

Nú er loksins komið að því. Hinn margumtalaði topp 10-listi lítur dagsins ljós. Eftir að hafa setið yfir þessu dálitla stund rann upp fyrir mér að ég gæti ekki með nokkru móti búið til fullkominn lista þar sem það eru allt of margar myndir sem ég elska. Ég ákvað því að búa til einfaldan lista yfir þær myndir sem mér datt í hug og það er listinn sem hér birtist. Hann er kannski ekki alveg fullkominn en hann er nokkuð nálægt því.

10.
Into the Wild
(2007)








Leikstjóri: Sean Penn
Aðalleikarar: Emile Hirsch, William Hurt, Hal Holbrook, Vince Vaughn o.fl.
Ég sá þessa mynd nýlega og ég get með sanni sagt að fáar myndir haf komið mér jafn mikið á óvart. Þetta er einstaklega áhrifarík mynd, vel leikin, frábær myndataka og geðveik tónlist. Ein af bestu myndum síðast árs.

Sýnishorn!

9.
28 days later
(2002)








Leikstjóri: Danny Boyle
Aðalleikarar: Cillian Murphy, Naomie Harris, Christopher Eccleston.
Ég varð að setja eina zombie-mynd á listann. Þetta er flott mynd. Ein af þessum myndum sem ná að gera þetta fráleita zombie konsept trúanlegt. Ég er ekki mikill hryllingsmyndamaður en þessi er awesome.

Sýnishorn!

8.
Resevoir Dogs
(1992)








Leikstjóri: Quentin Tarantino
Aðalleikarar: Harvey Keitel, Tim Roth, Michael Madsen, Steve Buscemi o.fl.
Ég er mikill Tarantino maður og þessi er því ómissandi. Frábær mynd. Það eru fáar sem komast með tærnar þar sem þessi hefur hælana hvað varðar vel skrifuð samtöl. Plottið er líka mjög gott og þetta stjörnulið leikara skemmir ekki fyrir.

Sýnishorn!

7.
The Boondock Saints
(1999)








Leikstjóri: Troy Duffy
Aðalleikarar: Sean Patrick Flanery, Norman Reedus, Willem Dafoe.
Kúl mynd. Írskir harðjaxlar í hæsta gæðaflokki. Þetta er ein mesta strákamynd sem ég veit um enda er ekki eitt einasta alvöru kvenhlutverk í myndinni. Dálítið ýkt á köflum en það er bara betra.

Sýnishorn!

6.
Die Hard
(1988)







Leikstjóri: John McTiernan
Aðalleikarar: Bruce Willis, Bonnie Bedelia, Alan Rickman.
Besta hasarmynd allra tíma. Ég get horft endalaust á þessa mynd án þess að verða leiður á henni. Bruce Willis er ógleymanlegur sem hinn ofurmannlegi John McClane og Alan Rickman stendur fyrir sínu sem gamli góði vondi kallinn. Snilldarmynd.

Sýnishorn!

5.
Lock, Stock and Two Smoking Barrels
(1998)








Leikstjóri: Guy Ritchie
Aðalleikarar: Jason Flemyng, Dexter Fletcher, Jason Statham, Vinnie Jones o.fl.
Bresk smákrimmamynd af bestu gerð. Ofbeldi og töffaraskapur í bland við frábæran húmor og massíft plott. Svo ekki sé minnst á Vinnie Jones sem er auðvitað ekkert annað en meistari.

Sýnishorn!

4.
Fear & Loathing in Las Vegas
(1998)








Leikstjóri: Terry Gilliam
Aðalleikarar: Johnny Depp, Benicio Del Toro, Tobey Maguire, Christina Ricci o.fl.
Monty Python kempan Gilliam fer með okkur á sveitt sýrutripp í eyðimörkinni. Algjör snilld. Súrrealísk rússíbanaferð. Þeir Depp og Del Toro eru mjög sannfærandi og vímuatriðin eru listilega vel útfærð. Áhugaverð og skemmtileg mynd.

Sýnishorn!

3.
Kill Bill I & II
(2003-2004)








Leikstjóri: Quentin Tarantino
Aðalleikarar: Uma Thurman, Lucy Liu, David Carradine, Daryl Hannah o.fl.
Þessi magnaði tvíleikur er auðvitað ekkert annað en konfekt fyrir augu og eyru. Allt lúkkið á myndunum er einstaklega töff og tónlistin er tær snilld. Söguþraðurinn er líka mjög góður. Ég fíla svona ýkt hefndarplott.

Sýnishorn!

2.
Pulp Fiction
(1994)








Leikstjóri: Quentin Tarantino
Aðalleikarar: John Travolta, Samuel L. Jackson, Bruce Willis, Uma Thurman o.fl.
Ekkert annað en meistaraverk. Að mínu mati eitt besta handrit allra tíma, frábær leikur, einstaklega vel skrifuð samtöl og góð tónlist. Þessi mynd hefur allt til að bera sem minn smekkur krefst. Epík.

Sýnishorn!

1.
Sin City
(2005)
Leikstjórar: Frank Miller & Robert Rodriguez
Aðalleikarar: Bruce Willis, Clive Owen, Mickey Rourke, Jessica Alba o.fl.
Þegar ég fer í bíó vil ég ekki sjá heiminn eins og hann er. Ég fer í bíó til að upplifa eitthvað nýtt. Ég vil sjá annan heim en minn eigin og það er einmitt það sem þessi mynd bíður upp á. Það er bara eitt orð sem lýsir þessari mynd vel. Kúl. Virkilega kúl. Þeir sem segja að þessi mynd sé ýkt eða innihaldslaus geta átt sig. Sin City er ofursvöl og ég fíla hana í ræmur.

Sýnishorn!

Myndir sem komust ekki á listann eða ég gleymdi meðan ég var að skrifa hann:
Oldboy, Fargo, Godfather, Scarface, Lord of the Rings, Death Proof, Dawn of the Dead, Hot Fuzz, The Dark Knight, Goodfellas, Desperado, Natural Born Killers, Snatch, Children of Men, Back to the Future, Lady Vengeance o.fl o.fl.

2 comments:

Kristján said...

Knappur stíll öðlast hér með nýja merkingu.

Siggi Palli said...

Ágæt færsla. 6 stig.

Hjartanlega sammála hvað Sin City varðar. Bara þótt kvikmyndir geti sýnt heiminn eins og hann raunverulega er, þá er ekki þar með sagt að þær eigi að gera það. Stílfæring er það sem blífur.