American Psycho segir frá Patrick Bateman sem er 26 ára aðstoðarframkvæmdastjóri á Wall Street. Á daginn sinnir hann vinnu sinni, stundar líkamsrækt og borðar og skemmtir sér með öðru ungu, ríku fólki. En á nóttunni myrðir hann fólk. Bateman er sálarlaust skrímsli sem hatar heiminn í kringum sig og er rekinn áfram af efnishyggjunni einni saman. Hann verður sífellt geðveikari eftir því sem líður á myndina þar til hann hreinlega missir tökin á veruleikanum.
Þessari mynd er haldið uppi af aðalpersónunni sem Cristian Bale leikur af stakri snilld. Aðrar persónur eru eins og hluti af leikmyndinni þar sem hin eiginlega atburðarás er það sem á sér stað í huga Batemans. Ég hafði mjög gaman af þessari mynd. Hún var að mínu mati góð útfærsla á góðu handriti. Ég mæli eindregið með þessari mynd en þó ekki fyrir viðkvæma enda fékk hún R-stimpilinn í Bandaríkjunum fyrir gróft ofbeldi, kynlíf, eiturlyfjanotkun og málfar. Geri aðrir betur.
Til að gefa tóninn:
IT'S HIP TO BE SQUARE
1 comment:
4 stig.
Post a Comment